Skip links

Reir eignarhaldsfélag

Reir ehf er eignarhaldsfélag stofnað árið 2005 af Hilmari Þór Kristinssyni og Rannveigu Eir Einarsdóttur. Á fyrstu árum félagsins voru grunnstoðir Reir ehf. endurbætur og nýbygging á fasteignum, aðallega í miðbæjarkjarna Reykjavíkur.

Í samstæðu Reir ehf. starfa samtals um 120 starfsmenn, en innan samstæðunnar eru starfsrækt fyrirtæki í byggingariðnaði. Auk þess hefur fyrirtækið byggt upp traust sambönd við fjölda undirverktaka og birgja. Síðustu ár hefur meginmarkið félagsins verið að þróa fasteignir og lóðir með sölu eða rekstur í huga.

Dótturfélög

Reir Verk

Reir Verk er traust byggingarfélag sem vinnur að stórum jafnt sem smáum fasteignaverkefnum bæði á útboðsmarkaði sem og í eigin verkefnum. Fyrirtækið hefur á að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum og tækjabúnaði og getur því tekist á við verkefni af hvaða stærðargráðu sem er.

Reir Verk byggir orðspor sitt á metnaði, áreiðanleika og fagmennsku starfsmanna sinna sem saman leita bestu fáanlegu lausna í hverju verki fyrir sig. Fyrirtækið áherslu á að skapa öruggt, metnaðarfullt og jákvætt starfsumhverfi sem stuðlar að starfsánægju og traustum rekstri.

HBH Byggir

HBH Byggir hóf starfsemi árið 1999. Grunnstoðir fyrirtækisins er fyrst og fremst sérsmíði innanhúss hvort heldur sem er fyrir heimili, fyrirtæki eða stofnanir. Fyrirtækið annast alla verkþætti byggingaframkvæmda en HBH Byggir hefur yfir að ráða einu best búna verkstæði landsins.

Hjá fyrirtækinu starfa yfir 50 starfsmenn á tveimur verkstæðum, í Reykjavík og Akranesi. Meðal starfsmanna er mikil þekking og reynsla á sviði byggingaframkvæmda, en hjá fyrirtækinu starfar stór hópur vel menntaðra fagmanna og sérhæfðir smiðir.

Tölum saman.

Hafa samband

Hægt er að senda okkur fyrirspurn eða koma á framfæri ábendingum, hrósi eða kvörtunum með því að fylla út formið hérna fyrir neðan.

Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Explore
Drag